Fréttir
BRAMMER STYÐUR VIÐ BAKIÐ Á ICEFISH 2014 SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI
15 Ágúst 2014

Brammer, einn af stærstu birgjum Evrópu þegar kemur að vörum fyrir viðhald, viðgerðir og endurgerðir í iðnaði (MRO), er styrktaraðili af einum merkasta viðburði innan sjávarútvegsins árið 2014.

Á Sjávarútvegssýningunni, Icefish 2014, sem fer fram dagana 25.-27. september í Smáranum í Kópavogi munu 500 fyrirtæki og þjónustuaðilar kynna vörur og þjónustu sína, en búist er við um 15.000 gestum á meðan á sýningunni stendur.

Brammer er stoltur styrktaraðili að Íslensku sjávarútvegssýningunni sem og Sjávarútvegsverðlaununum sem veitt verða á opnunarkvöldi sýningarinnar.

Á Brammer básnum (G42) mun meðal annars vera hægt að skoða vöruúrval sem og mögulega þjónustu fyrirtækisins en Brammer hefur verið starfrækt á Íslandi frá árinu 2008. 
Meðal þess sem verður til sýnis eru vörur frá nokkrum af helstu birgjum Brammer, má þar nefna SKF, NSK, Gates, Renold, Timken, Norgren, Festo, Parker, 3M, Dewalt, Roebuck og SMC.

Brammer Ísland státar af ört vaxandi hópi viðskiptavina, sem teygir sig yfir vítt svið iðnaðarins. Allir þessir viðskiptavinir njóta mikils vöruúrvals og framúrskarandi þjónustu Brammer samsteypunnar, sem nú er starfandi í 19 löndum.

Mick Wallwork, framkvæmdarstjóri Brammer á Íslandi: “Sjávarútvegurinn er sá iðnaður sem Brammer Ísland hefur að undanförnu vaxið hvað hraðast, þar af leiðandi er það rökrétt ákvörðun að gerast styrktaraðili að sýningunni og Sjávarútvegsverðlaununum. Atburðurinn er mjög virtur og mikilvægur greininni og aðkoma Brammer staðfestir þann vilja til að byggja upp langtíma samstarf á sviði sjávarútvegs.“

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14