Fréttir
Nýjar kröfur munu móta markaði fyrir legur
26 Mars 2015

Skilvirkni og nýsköpun

Gæði og hagstætt verð eru mikilvægustu þættirnir sem kaupendur á legum líta til, en markmið flestra er einnig að ná fram mestu mögulegu framleiðni og stytta viðgerðahlé. Þetta leiðir af sér óskir um langan líftíma á legum, og hafa framleiðendur brugðist við þeim. Þekktar og algengar legugerðir, eins og t.d. kúlulegur, eru í stöðugri þróun til að standast kröfur þessara notenda og hefur þol og ending þeirra aukist að mun, jafnvel við erfiðar aðstæður.

Þessar auknu kröfur notenda eru viðbrögð þeirra gagnvart ýmsum þáttum. Í sumum iðngreinum, svo sem í matvælaiðnaði, hafa ný lög og reglur ráðið för, en almennt horfa notendur meir en fyrr á það fjármagn sem bundið er í legubirgðum og stýringu þeirra. Fyrirtæki vilja draga úr kostnaði við birgðahald, og gera því auknar kröfur til birgja. Flest stefna einnig að bættu eftirliti og viðhaldi á legum í því skyni að ná fram hámarksafköstum.

Stöðug umbótaverkefni eru orðin ein af grunnstoðum lagerstjórnunar og innkaupaferla viðskiptavina okkar. Umbótaverkefni Brammer hafa leitt til kostnaðarlækkana, sem nema um 19 milljónum evra, vegna minna birgðahalds hjá viðskiptavinum okkar. Brammer á gríðarlegt úval af legum á lager, og auk þess eru meir en 100 sérfræðingar ávallt til aðstoðar viðskiptavinum, við innkaup og lagerstýringu. Verkefni af þessu tagi hafa því aukið þrýsting á leguframleiðendur um stöðugar framfarir, sem verulega hafa aukið rekstraröryggi. Má þar nefna dælur og blásara. Leguframleiðendur eru einnig að bregðast við þörfum notenda um orkusparnað. Dæmi um það eru betrumbætt leguhús sem draga úr núningsmótstöðu.

Almennt séð hafa leguframleiðendur í auknum mæli getað svarað þörfum markaðarins með vöruþróun sem lengir nýtingartíma, dregur úr orkunotkun og hefur auk þess upp á ýmsar nýjungar að bjóða.

Markaðurinn í dag krefst óslitins umbótastarfs af hendi framleiðenda og dreifiaðila. Brammer hefur til dæmis útbúið sýningarkassa með legum, þar sem bent er á tíu nýjungar í hönnun og smíði, sem auka líftíma og rekstrarhagkvæmni leganna. Þar má finna lausnir sem henta nánast öllum iðngreinum, og geta stuðlað að verulega styttri viðgerðahléum, meðal annars af völdum minni núningsmótstöðu og uppsöfnunar varma. Það má því ætla að vöruþróun af þessu tagi, ásamt ráðgjöf sérfræðinga Brammer, geri viðskiptavinum að jafnaði kleift að lengja líftíma á legum.

Við teljum líklegt að stöðug umbótaverkefni verði viðskiptavinum mikilvæg til lengri tíma litið. Þörfin á að stytta viðgerðahlé og bæta lagerstýringu mun því áfram verða til staðar. Viðskiptavinir munu án efa áfram krefjast betri íhluta og árangurs í rekstri. Allir helstu leguframleiðendur munu þess vegna reyna að koma til móts við þær kröfur með stöðugri vöruþróun. Viðskiptavinir hafa í auknum mæli snúið sér til birgja sem hafa yfir nægri þekkingu að ráða hvað varðar þá þjónustu og vörur sem þeir bjóða, og getu til að veita þjálfun í notkun þeirra.

Margirviðskiptavinirmeðstarfsemi ímörgumEvrópulöndumhorfa nú tilþess aðsamhæfainnkauplega ogannarravarahluta íþvískyni aðstaðlavinnulag.Aukiðþekkingarflæði millilanda erþví afarmikilvægt áþessummarkaði.Þar ámeðal erstaðgóðþekking álöggjöf EB ogáhrifumhennar ástarfsemi viðskiptavina. Brammer sameinar útbreiðslu um alla Evrópu og staðbundna starfsemi, og getur því bæði boðið viðskiptavinum upp á kosti fjölþjóða dreifingarsamninga og viðbragðsflýti nærliggjandi þjónustu, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Þrátt fyrir að þau öfl sem knýja legumarkaðinn séu að mestum hluta jákvæð og hvetji til framfara og aukinna gæða, þá eru einnig neikvæðar hliðar til staðar. Það verður sífellt mikilvægara fyrir alla sem hagsmuna hafa að gæta, að berjast gegn vörufölsun, en hún hefur reynst vaxandi vandamál. Leguframleiðendur t.d SKF, Schäffler og fleiri, hafa þegar byrjað þá baráttu, en ekki er vitað að hve miklu leyti falsaðar legur hafa haft eða munu hafa áhrif á markaðinn. Sem viðurkenndur dreifiaðili á þekktustu vörumerkjum heims í 23 löndum, tekur Brammer þátt í þessari baráttu gegn fölsuðum legum við hlið framleiðenda.

Brammer dreifir heimsþekktum vörumerkjum á legumarkaðnum, þar á meðal FAG, INA, NSK, SKF og Timken, og þjónar fjölda viðskiptavina í ýmsum greinum, þar á meðal í matvæla-, málm- og byggingariðnaði, flutningum, svo og olíu- og orkugeirunum.orkugeirunum.iðskiptavina. Brammer sameinar útbreiðslu um alla Evrópu og staðbundna starfsemi, og getur því bæði boðið viðskiptavinum upp á kosti fjölþjóða dreifingarsamninga og viðbragðsflýti nærliggjandi þjónustu, allan sólarhringinn, alla daga ársins

 

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14