Fréttir
BRAMMER TEKUR ÞÁTT Í STÓRRI SJÁVARÚTVEGSSÝNINGU
19 Nóvember 2014

Brammer, stærsti birgir Evrópu á sviði varahluta og þjónustu til viðhalds og viðgerða (MRO - maintenance, repair and overhaul) hefur sýnt í verki áhuga sinn og stuðning við einn af meginviðburðum sjávarútvegs í álfunni, með þátttöku í Íslensku Sjávarútvegssýningunni 2014.

Sýningin var haldin í Smáranum í Kópavogi, þar sem Brammer kynnti breitt vöruúrval og þekkingu  á sviði viðhalds og viðgerða. Þessar vörur og þjónusta hafa verið fáanlegar á Íslandi frá árinu 2012, þegar Brammer opnaði hér útibú til að sinna þörfum íslenska markaðarins.

Á sýningarbás Brammer var að finna úrval úr grunnvöruflokki P, þar með taldar vörulínur frá  leiðandi framleiðendum svo sem NSK, SKF, Gates, Renold, Timken, Norgren, Festo, Parker, 3M og SMC.

Brammer samstæðan heldur uppi rekstri í alls 21 landi, en hjá Brammer Ísland hafa umsvif og fjöldi viðskiptavina úr ýmsum geirum atvinnulífsins farið ört vaxandi. Nýliðna sjávarútvegssýningu sóttu yfir 15.000 gestir frá 54 löndum, sem er 12 prósent aukning frá sýningunni 2011.

Brammer styrkti þrjá liði á sýningunni sem stóð í þrjá daga; vefsíðu sýningarinnar, skráningarsvæðið, og verðlaunin fyrir “Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs”, sem féllu Skinney-Þinganesi í hlut. Skinney-Þinganes er leiðandi útgerðarfyrirtæki, sem selur framleiðslu sína bæði á Íslandi og á mörgum erlendum mörkuðum.

Á Íslensku Sjávarútvegssýningunni, sem haldin er þriðja hvert ár, hefur mátt finna fulltrúa allra þátta útgerðar og fiskiðnaðar. Sýningin hefur vaxið mjög síðustu tvo áratugi og er orðin ein stærsta sjávarútvegssýning Evrópu.

Mick Wallwork, forstjóri Brammer Ísland & Noregur, sagði eftirfarandi: “ Hjá Brammer hefur verið ör vöxtur í viðskiptum við íslenskan fiskiðnað og þátttaka í þessari virtu sýningu var rökrétt skref fyrir okkur.
Þetta var frábær leið til að leggja áherslu mikilvægi þeirrar þjónustu sem við bjóðum, og gaf okkur möguleika á að sýna kosti hins mikla vöruúrvals Brammer, og framúrskarandi þjónustu.”

Fyrir nánari upplýsingar: www.brammer.is.

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14