Bæta framleiðslunýtni

Improve production efficiency

Ekki verður komist hjá viðhaldi og framleiðslutöfum vegna þess, en ófyrirséð stöðvun er kostnaðarsöm. Þess vegna er það markmið Brammer að halda framleiðslubúnaði viðskiptavina gangandi allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sameinuð þekking Brammer og lykilbirgja okkar, gerir okkur kleift að styðja við viðhalds- og viðgerðaferli viðskiptavina, og bæta framleiðni þeirra með aðferðafræði okkar.

Við náum þessu markmiði með eftirfarandi aðgerðum:

Greining íhluta: Við yfirförum og greinum  tækjabúnað og gerum áætlun yfir viðhaldsþörf, rekstrarkostnað og líftíma búnaðar. Þar sem það á við, t.d. þar sem ný tækni hefur tekið við af eldri, gerum við tillögur að umbótum í því skyni að ná fram kostnaðarlækkun. Við greinum einnig bilanasögur, þannig að skilja megi orsakir og koma þannig í veg fyrir endurtekningar.

Vottaðar breytingar: Þrautþjálfað tækniteymi okkar getur framkvæmt tilteknar breytingar íhluta og þannig aukið skilvirkni og framleiðni.

Ástandseftirlit: Við komum á og styðjum ástandseftirlit mikilvægra íhluta í framleiðslubúnaði viðskiptavina. Auk þess að gefa möguleika á markvissu fyrirbyggjandi viðhaldi, tryggir ástandseftirlit einnig að búnaðurinn vinnur við hagstæðustu aðstæður.

Brammer býður margs konar eftirlitsþjónustu á vettvangi, svo sem:

  • Titringsgreining: Sé unnt að fylgjast með titringi vélhluta, er mögulegt að segja fyrir um bilanatíma þeirra, sem aftur gerir kleift að skipta þeim út áður en bilun kemur fram. Þetta dregur úr ófyrirséðum stöðvunum.
  • Afrétting með leysi og afstöðugreining: Nákvæm afrétting öxla lengir líftíma íhluta, lækkar orkukostnað og dregur úr viðhaldskostnaði.
  • Mikið úrval eftirlitsbúnaðar, þar sem nýjustu tækni er beitt (hitamyndavélar, leguprófunarbúnaður), til aðstoðar viðhaldsvinnu fyrirtækja.
  • Íhlutasett. Við getum útvegað stöðluð íhlutasett til þjónustu og viðhalds á vélbúnaði. Það tryggir að viðskiptavinir geta hafið reglubundið viðhald í trausti þess að nauðsynlegir varahlutir séu til taks.

Brammer þjónustar viðskiptavini allan sólarhringinn til að tryggja að þeir fái afhent það sem þá vantar, og á þeim stað og tíma sem þess er þörf. Við afgreiðum reimar, trissur, keðjur og tannhjól, línulegan færslubúnað, mótora, þéttingar, gírkassa, loftþrýsti- og vökvabúnað, tengi og kúplingar, verkfæri og viðhalds- og öryggisvörur, beint á vinnustað viðskiptavina, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14