Draga úr heildar innkaupakostnaði

Reduced Total Acquisition Cost

Verulegur hluti óbeins innkaupakostnaðar sérhvers fyrirtækis er til kominn vegna viðhalds og viðgerða. Í öllum fyrirtækjum er leitast við að draga úr kostnaði, en jafnframt því er einnig nauðsynlegt að tryggja gæði og aðgengi varahluta og annarrar vöru.

Brammer er í fararbroddi evrópskra birgja á sviði gæðavarahluta fyrir iðnað, viðhald og viðgerðir. Við erum eini birgirinn sem býður vörur frá öllum helstu framleiðendum á okkar sviði. Við höldum meir 3 milljónir vöruflokka og eigum ávallt á lager meir en 350.000 einingar.

Stærð og hagkvæmni í innkaupum þýðir að við getum boðið hagstætt verð, afar gott aðgengi og afburða þjónustu á staðnum.

Reynsla okkar gerir okkur kleift að aðstoða rekstrar- og tæknistjóra viðskiptavina okkar við að auka arðsemi og skilvirkni. Við höfum yfir að ráða stóru safni rekstrarlausna, svo og sérsniðnar lausnir fyrir framleiðslu, viðhald og endurbyggingar.

Þar að auki bjóðum við aðgengi að starfsmönnum okkar sem hafa sérþekkingu á öllum þeim sviðum þar sem við störfum. Við afgreiðum vörur og bjóðum fram lausnir allan sólarhringinn, alla daga ársins, og aðstoðum viðskiptavini okkar við að lækka innkaupakostnað sinn með:

  • Fækkun birgja
  • Stýrðri birgðaþjónustu
  • Færsluyfirlitum og greiningum
  • Varahlutum frá upprunaframleiðendum
  • Framleiðniaukningu
  • Minnkaðri fjárbindingu
  • Brammer útibúi á verkstað
  • Orkusparnaði
Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14