Orkusparnaður

Energy savings

Með síauknum kostnaði og áherslu á umhverfismál, er orkukostnaður stór þáttur í rekstri fyrirtækja. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Brammer, kom fram að fyrirtæki um alla Evrópu eyða að óþörfu yfir 10 milljörðum evra í þennan lið. (varlega áætlað er þó amk 13 milljörðum evra sóað í óþarfan orkukostnað í evrópskum fyrirtækjum).  Fyrirtækjunum er þetta ljóst , meir en 94% þeirra telja sig geta g gert betur. Það kemur því á óvart hve fáir leita sparnaðar í tækjabúnaðinum sjálfum. Hér er þó unnt að ná miklum árangri., t.d. með hraðabreytum, rafmótorum og flutningsbeltum, sem allt getur aukið nýtni og dregið úr umhverfisáhrifum framleiðslufyrirtækja.

Lítum á eftirfarandi staðreyndir:

  • Mótorar og drif taka um 66% orkunotkunar í iðnaði
  • Mótor sem gengur 11 klst á dag (4.000 klst á ári), eyðir tífalt meir í orku en sem nemur stofnkostnaði hans
  • Réttur drifbúnaður getur sparað um 50% orkukostnaðar

Brammer hefur hug á að aðstoða iðnfyrirtæki sem stuðla vilja að sjálfbæru umhverfi. Með auknum orkukostnaði og áhrifum á umhverfið, er vaxandi þrýstingur á fyrirtæki að auka nýtni, jafnframt því að lækka kostnað og kolefnislosun. Brammer er í góðri stöðu að aðstoða við þessi atriði.

Okkur er ljóst að mörgum fyrirtækjum, ekki síst framleiðslufyrirtækjum, er gert að draga úr koldíoxíðlosun. Við tökum að okkur slík verkefni með stolti og ánægju yfir að geta aðstoðað viðskiptavini við að uppfylla lagakröfur og auka nýtni. Brammer hefur unnið mörg slík verkefni í mörgum greinum, með góðum árangri.

Til að aðstoða fyrirtæki í þessum málum, gerum við ítarlega úttekt á framleiðsluferlum, köllum síðan til þjónustudeildir okkar og gerum tillögur til kostnaðarlækkunar.

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14