Rekstrarlausnir

Business Solutions

Virðisauki við hvert skref

Virðisauki við hvert skref – Innkaup varahluta fyrir reglulegt viðhald, og viðgerðir (MRO) framleiðslutækja og –búnaðar, er flókin, tíma- og mannaflakrefjandi aðgerð fyrir flest fyrirtæki. Það er einnig afar mikilvægt að lágmarka framleiðslutöp og að halda afgreiðsluferlum gangandi. Brammer býður viðskiptavinum meir en tryggan aðgang að gæðavarahlutum frá viðkenndum íhlutaframleiðendum á samkeppnishæfu verði.  Við höfum einnig þróað margs konar stoðþjónustu, sem einfaldar og eykur skilvirkni í aðfangakeðjunni, dregur úr framleiðslutapi,  eykur hagkvæmni og gefur betri sýn yfir varahlutabirgðir. 

Brammer aðstoðar við að koma á legg heildstæðri aðfangakeðju fyrir varahluti, sem skilar sér á jákvæðan hátt inn í rekstur fyrirtækja.

Með því að halda meiri birgðir mikilvægra varahluta en flestir aðrir birgjar, og vandaðri hlutlausri ráðgjöf, getum við haldið birgðum, fjármagnsþörf og framleiðslutöpum viðskiptavina okkar í lágmarki, og aukið framleiðni þeirra og hagnað.

Frá 2007 höfum við sannanlega sparað viðskiptavinum okkar innan ýmissa framleiðslugreina  í Bretlandi meira en 100 milljónir punda.

Við getum boðið hagræðingu og ávinning á nokkrum mikilvægum sviðum:

  • Dregið úr heildarinnkaupakostnaði
  • Aukið framleiðni og hagkvæmni
  • Dregið úr fjármagnsþörf
  • Þjónusta á verkstað  “insite”
  • Stýrð birgðaþjónusta
  • Orkusparnaður
Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14