Saga

History

Brammer var stofnað í Leeds, Bretlandi árið 1920, með fjármagni sem stofnandinn, Harry Brammer, fékk að láni út á nokkrar uppfinningar sínar. Þar á meðal var losanleg V-keðjureim, sem auðveldaði lausn á tilteknum framleiðsluvandamálum í skóiðnaði.

Árið 1954 voru starfsmenn meir en 150, og útflutningur til allra heimshorna var hafinn. Um 1960 hafði fyrirtækinu verið breytt í almenningshlutafélag, starfsmenn voru 650, og viðskiptavinir í meira en 60 löndum.

Árið 1969 tók Brammer yfir Bearing Service Limited, einn af stærstu dreifiaðilum Bretlands á legum. Þessi yfirtaka markaði tímamót hjá Brammer og var sú fyrsta í röð yfirtaka á evrópskum fyrirtækjum, sem enn stendur (sjá tímasetningar hér að neðan), og hefur smám saman gert Brammer að leiðandi birgi á sviði viðhalds, viðgerða og endurbygginga búnaðar.

Árið 2006 voru þessi fyrirtæki öll sameinuð undir Brammer nafninu, sem gerði okkur kleift að einbeita okkur að því að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar um all Evrópu,. Afrakstur þessarar stefnu má sjá í núverandi stærð og árangri samstæðunnar. Í dag starfa hjá Brammer 3.600 manns, á 460 stöðum, í 23 löndum.

 

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14