Heilsa og öryggi

Health & Safety

Öryggi er framar öllu og við eigum sterk kerfi og skýra stefnu um Heilsu- og öryggismál. Að sjálfsögðu vinnum við sífellt hörðum höndum að því að koma á og viðhalda öruggu umhverfi fyrir alla starfsmenn okkar, viðskiptavini og gesti.  Jafnframt því að stefna að sífelldum endurbótum eru framtaksverkefni okkar m.a:

Regluleg þjálfun starfsmanna – til að stuðla að bestu starfsvenjum og kynna öllum nýjustu lög og reglur.

Formleg tilkynninga- og endurmatsferli – fylgst er náið með því að tilkynnt sé ársfjórðungslega með skiljanlegum hætti til stjórnar um slysatölur og þróun í samsteypunni – einkum með tilliti til RIDDOR atvika.

Verklag varðandi ökutækjahreyfingar – með því að aðskilja hreyfingar ökutækja og fólks höfum við bætt verulega flutningaflæði jafnframt því að draga úr slysahættu í Landsdreifistöðvum okkar og á athafnasvæðum útibúa okkar utanhúss. 

Mat ökumanns á netinu – ætlað til að draga úr slysafjölda þar sem starfsmenn koma við sögu þegar þeir aka ökutækjum fyrirtækisins. 

Bættar tilkynningar um slys – leiða til betri slysavarna.

Reglulegar heilsu- og öryggisúttektir – á öllum stöðum, sem leiða til frekari aðgerða og eftirlits þar sem það á við.

Við höfum hlotið breska vottun skv. OHSAS18001:1999 sem og nafngiftina „Öruggur verktaki“ fyrir uppsetningu, viðgerðir og viðhald á gírskiptingakerfum á athafnasvæði viðskiptavina okkar.  Við erum líka „Samþykkt fyrir samsetningar hlífa" - viðurkenning frá Samtökum breskra dreifingaraðila vökvakerfa.

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14