Samfélagsleg ábyrgð samstæðunnar

Corporate Social Responsibility

Okkur er ljóst að fyrirtækið Brammer er hluti af stærri einingu, sem innifelur starfsmenn, hluthafa, viðskiptavini, birgja og aðra hagsmunaaðila, og teljum skylt að virða umhverfið í störfum okkar. Þess vegna er það stefna okkar, innan skynsamlegra marka, að vernda og varðveita okkar nánasta og víðara umhverfi fyrir neikvæðum áhrifum af völdum starfsemi okkar.

Það er því stefnan í allri okkar starfsemi að:

  • Fylgja gildandi lögum og reglum um umhverfismál
  • Leitast við að spara orku og náttúruauðlindir með því að draga úr sorplosun, endurvinna þegar unnt er, og notast við endurnýjanlegar auðlindir eftir megni.
  • Hafa hliðsjón af lífsferilsgreiningum við fjárfestingar í fasteignum og búnaði.
  • Tryggja að verktakar fylgi stefnu okkar við vinnu á okkar vegum, og bregðist skjótt og vel við umhverfisóhöppum.

Iðnstarfsemi er  samfélögum nauðsynleg, en henni fylgir einnig áhætta, fyrir fólk og umhverfi. Okkur eru ljósar mögulegar afleiðingar af starfsemi Brammer (og birgja okkar), og erum staðráðin í að draga úr þessari áhættu og stuðla með jákvæðum hætti að velferð starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfismálum í víðasta skilningi.

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14