Umhverfi

Environmental

Okkur er annt um umhverfið og við gerum það sem í okkar valdi stendur til að draga úr neikvæðum áhrifum og ýta undir góðar venjur í umhverfismálum.

Í þessu felst:

Að minnka kolefnisfótspor okkar. Getan til að auka hagkvæmni og orkusparnað í framleiðslu fer með stórt hlutverk á sviði ábyrgrar framleiðslustarfsemi. Við vinnum eftir ákveðnum reglum og horfum ávallt til umhverfislegra afleiðinga af ákvörðunum og fjarfestingum.

Við fylgjum lögum og reglum í hvívetna, óháð staðsetningu, og erum með í gangi umbótaverkefni sem miða að því að minnka kolefnisfótspor okkar.

Að bæta orkunýtingu. Í því felst víðtæk notkun sparlýsingar  (t.d. í aðaldreifimiðstöðinni í Bretlandi) og að slökkt sé á öllum raftækjum og búnaði, eða þau sett í hvíldarstillingu, þegar þau eru ekki í notkun.

Að gera dreifimiðstöðvar okkar eins hagkvæmar, öruggar og umhverfisvænar og unnt er. Stefna okkar er að draga úr eldsneytisnotkun, þannig að við notumst við nætursendingar og við vinnum með birgjum okkar að sameiginlegum umbótum. Bifreiðafloti Brammer mengar lítið og við hvetjum starfsmenn til að nota reiðhjól, sameinast í bíla, eða nota almenningssamgöngur þegar það er unnt.

Að draga úr notkun umbúða, og beina úrgangi annað en til landfyllingar. Í Bretlandi höfum við náð fram 60,4% minnkun á úrgangi til landfyllingar frá árinu 2007, en magn pappa sem sendur er í endurvinnslu hefur aukist um 28,6% og pappír um 261%.

Til að draga úr úrgangi endurnotum við kassa fyrir innanhússflutninga og mælum með notkun margnota vörubretta. Við höfum einnig tekið umhverfisvænni umbúðir í notkun. Það kemur væntanlega engum á óvart að Brammer hefur ISO 14001 umhverfisvottun.

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14