Loft- og vökvabúnaður

Fluid Power

Brammer er stærsti dreifiaðili loft- og vökvabúnaðar til breskra framleiðslufyrirtækja. Við eigum á lager yfir 7.000 vörunúmer á þessu sviði, og getum útvegað með hraði meir en 1,1 milljón til viðbótar frá þekktum framleiðendum (Festo, Norgren, SMC, Parker og Bosch Rexroth).

Brammer getur í raun leyst allar þarfir viðskiptavina á sviði loft- og vökvakerfa.  Með því að beina varahluta- og viðhaldsinnkaupum til Brammer, geta viðskiptavinir sparað háar fjárhæðir, auk þess að tryggja sér samfellda þjónustu og vörugæði.

 • Framleiðsla

  Framleiðslusvið okkar tekur meðal annars til loka og stöðugjafa [actuators], dælna, lagnakerfa í iðnaði, pípulagna, stálröra, tengja og flanstengja frá helsu framleiðendum í heiminum. Frekari upplýsingar

 • Mælitæki

  Með okkar breiða sviði af vörulínum höfum við allt sem þú þarft til að fylgjast með, mæla og stýra framleiðsluumhverfi þínu, þar á meðal þrýstimæla, hitamæla, senda og skjákerfi. Frekari upplýsingar

 • Loftþrýstitækni og lofttæming

  Vöruúrval okkar nær yfir allt frá loftverkfærum og loftþrýstibúnaði til strokka, loka og röra og fittings frá helstu framleiðendum heimsins. Frekari upplýsingar

 • Vökvafræði

  Þegar farið er frá síum og dælum yfir í verkfæri og loka, býður Brammer upp á vítt svið af vörum og þjónustu frá helstu framleiðendum heims. Frekari upplýsingar

 • Síur

  Síuúrval Brammers tekur til loft-, olíu- og eldsneytissía sem og þrýsti- og sogsía og bakrásarsía, sem eru allar vandlega valdar til að lágmarka mengun og skila hámarks afköstum. Frekari upplýsingar

 • Slanga, rör og stokkar

  Slönguúrval okkar nær yfir allar gerðir/þvermál slangna með gorm- og vírstyrkingu sem og fyrir háþrýstinotkun. Frekari upplýsingar

Banner 1 Banner 2 Banner 3 Banner 4 Banner 5 Banner 6 Banner 7 Banner 8 Banner 9 Banner 10 Banner 11 Banner 12 Banner 13 Banner 14